Skilmálar
Skilmálar og persónuvernd
Afhending vöru
Þegar verslað er í netverslun Arason eru pantanir afgreiddar innan 2ja virkra daga frá því pöntun barst og komið til flutningsaðila. Dropp ehf. sér um flutning á vörunum og afhendir þær samdægurs á Droppstaði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðvesturhorninu. Annars staðar á landinu eru sendingar afhentar næsta virka dag. Einnig er hægt að fá vörur sendar heim með Dropp á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturhorninu. Af öllum pöntunum dreift af Dropp ehf. gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp ehf. um afhendingu vörunnar.
Arason áskilur sér rétt til að hætta við pantanir t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða ef varan er uppseld. Einnig er áskilinn réttur á að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Verð í netverslun geta breyst án fyrirvara. Hægt er að greiða fyrir vöru með greiðslukorti, bankamillifærslu eða Netgíró.
Verð fyrir sendingu á Droppstaði á höfuðborgarsvæðinu er kr. 790 með vsk. og á aðra staði kr. 990 með vsk. Sé valin heimsending er kostnaður kr. 1.350 á höfuðborgarsvæðinu og kr. 1.450 á Suðvesturhorninu.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningur sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Hægt er að skipta vöru í aðra vöru eða fá inneignarnótu. Þegar vöru er skilað þarf sölureikningur að fylgja með vörunni.
Ef varan er keypt í vefverslun Arason er hægt að skila vöru og fá endurgreiðslu innan 14 daga frá kaupum samkvæmt reglum um rafræn viðskipti. Við endurgreiðslu á vöru er miðað við verð vörunnar samkvæmt sölureikningi þegar varan var keypt. Við endurgreiðslu á vöru þarf sölureikningur að fylgja með vörunni.
Sendingarkostnaður við að skila vöru er greiddur af kaupanda. Vörum er skilað í gegnum Dropp, sjá hér.
Póstlistar
Ef viðskiptavinur skráir sig á póstlista Arason mun fyrirtækið vinna með upplýsingar um netfang viðskiptavinar og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem viðskiptavinur lætur fyrirtækinu í té. Sú vinnsla byggir á samþykki viðskiptavinar. Viðskiptavinur getur afskráð sig af póstlista hvenær sem er.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila nema þær sem eru nauðsynlegar svo sem til að koma vörunni til skil eða ef lög mæla fyrir um annað.
Vafrakökur
Vefsíða Arason notar vafrakökur á vefsvæðinu til að tryggja sem bestu mögulegu upplifun af síðunni fyrir notendur. Vafrakökur eru notaðar í ýmsum tilgangi m.a. til að bæta virkni vefsvæða, til að halda utan um tölfræði um notkun vefsvæðis og til greiningar.
Öryggi upplýsinga
Arason notar Shopify vefverslunarkerfi fyrir netverslun sína. Hér er hægt að lesa nánar um það hvernig Shopify notar upplýsingar á síðunni: https://www.shopify.com/legal. Shopify notast við SSL vottorð sem tryggir öryggi við notkun vefsíðu. Greiðslukortaviðskipti eru PCI DSS vottuð til að tryggja öryggi viðskipta með greiðslukort.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Um fyrirtækið
Sanko ehf.
Kt. 670218-1550
Vsk nr. 130827
arason@arasonofficial.com
Arason kann að gera breytingar á skilmálum og persónuvernd hvenær sem er. Breytingar taka gildi strax eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á vefsvæði Arason.